Sautjándi júní með hefðbundnum hætti

 

Dagskráin á þjóðhátíðardaginn, 17. júní var hefðbundin. Að venju leit Fjallkonan,  Lísa María Friðriksdóttir við á Hraunbúðum og feðginin Guðný Emilíana og Helgi Tórshamar fluttu tónlist. Seinna um daginn mætti Lúðrasveit Vestmannaeyja og lék fyrir heimilisfólk og aðra hátíðargesti.

 

Skrúðganga fór frá Íþróttamiðstöð að Stakkó sem  fánaberar úr Skátafélaginu Faxa leiddu og félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja léku undir.

 

Á Stakkagerðistúni setti Helga Jóhanna Harðardóttir, formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs hátíðina. Lúðrasveitin spilaði, börn af Víkinni, 5 ára deild, sungu nokkur lög. Hátíðarræðu hélt Páll Magnússon, alþingismaður og Fjallkonan flutti hátíðarljóð.  Ávarp nýstúdents flutti Dagbjört Lena Sigurðardóttir og krakkar í Fimleikafélaginu Rán sýndu listir sína. Og Thelma Lind Þórarinsdóttir söng listavel.

 

Veður var ágætt og mæting góð.