Safnkostur
Bækur
Bókasafnið hefur bækur fyrir alla aldurshópa, bæði skáldrit og fræðibækur - á íslensku og erlendum tungumálum. Útlánstími er að öllu jöfnu þrjátíu dagar.
Handbækur eru ekki lánaðar út.
Hljóðbækur
Upplestur á bókum á snældum og geisladiskum. Útlánstími er þrjátíu dagar. Einnig geta starfsmenn bókasafnsins aðstoðað lánþega hjá blindrabókasafninu við pantanir og skil.
Tímarit
Bókasafninu berast um 50 íslensk tímarit. Dægurtímarit eru lánuð út í þrjátíu daga
Dagblöð og héraðsfréttablöð
Nýjustu eintök eru til aflestrar í anddyri Safnahúss.
Mynddiskar DVD
Fræðsluefni, barnaefni og vandaðar leiknar kvikmyndir. Útlánstími er tveir dagar.
Geisladiskar
Tónlist. Útlánstími er tíu dagar.
Tungumálanámskeið:
Tungumálanámskeið á myndböndum og snældum. Útlánstími er þrjátíu dagar.
Nauðsynlegt er að eiga bókasafnskírteini til að fá safnefni lánað heim.