Upplýsingaþjónusta
Þeir sem leita sér upplýsinga eða heimilda vegna starfa, náms eða áhugamála geta leitað til upplýsingaþjónustu bókasafnsins.

Ef safnkostur Bókasafns Vestmannaeyja er ekki fullnægjandi, reynum við að útvega efnið frá öðrum söfnum.

Hægt er að hringja í síma 488 2040, eða senda  tölvupóst.
Alla jafna fæst markvissari og betri þjónustu með því að koma á staðinn.
Ætlaðu þér nægan tíma þegar þú þarft að viða að þér upplýsingum og/eða heimildum um ákveðið efni. Safngögn um efni sem er ofarlega á baugi eða margir þurfa að nota á sama tíma eru oft í útláni. Þá þarf að panta safngagnið og getur biðin verið löng, jafnvel margar vikur.

Á safninu er tölvur með almenningsaðgangi að Internetinu. Ákveðnar reglur gilda um notkun tölvanna.