Útlánareglur:
Safngögn Bókasafns Vestmannaeyja eru lánuð gegn framvísun bókasafnsskírteinis.
Við kaup á skírteini ber að sýna persónuskilríki. Skírteinið veitir aðgang að fjölbreyttu efni.
Gildistími skírteinis er eitt ár.
Börn og unglingar yngri en 18 ára, ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá skírteini endurgjaldslaust. Verð á skírteinum fer eftir gjaldskrá hverju sinni.
Einungis er hægt að fá safnefni að láni gegn framvísun eigin skírteinis.
Lánþegi (eða ábyrgðarmaður barns) ber fulla ábyrgð á því safnefni sem tekið er að láni gegn framvísun skírteinis hans.
Lánstími safnefnis er að jafnaði 30 dagar, en sé hann styttri er þess sérstaklega getið. Sektir greiðast samkvæmt gjaldskrá fyrir hvern umframdag.
Safngögn Bókasafns Vestmannaeyja er aðgengileg á netinu og er slóðin www.gegnir.is.
Viðskiptavinir geta fengið lykilorð til að skoða útlánastöðu sína, leggja inn pantanir á efni sem er í útláni eða breyta heimilisfangi sínu og símanúmerum.
Leiðbeiningar um innskráningu:
Farið á www.gegnir.is
Vinstra megin á skjánum er kennitalan slegin inn og lykilorð (upplýsingar um lykilorð er hægt að fá hjá bókavörðunum) og smellt á INNSKRÁ.
Nú velur þú stillingar til þess að breyta lykilorði þínu eða upplýsingum um þig s.s. símanúmeri, póstfangi eða öðru og smellir á vista. Þegar því er lokið velur þú safnhópinn sudurland og þá finnur þú upplýsingar um gögn í útláni, sögu útlána o.fl.