Afgreiðslutími:
Alla virka daga frá kl. 10.00 - 17.00
Heimilisfang:
Safnhúsið við Ráðhúströð, 900 Vestmannaeyjar
Sími: 488 2046
Netfang: Ljósmyndasafn@vestmannaeyjar.is
Kötlugos 1918 : ljósm: Kjartan Guðmundsson
Ein af perlum safnanna í Eyjum er ljósmyndaplötusafn Kjartans Guðmundssonar ljósmyndara frá Hörgsholti (1885-1950) sem er uppistaða Ljósmyndasafns Vestmannaeyja.
Alls er safnið 15.000 til 20.000 plötur sem erfingjar Kjartans gáfu Vestmannaeyjabæ eftir lát hans árið 1950. Bæjarstjórn afhenti Byggðasafninu plöturnar til varðveislu. Mikið starf var að bera kennsl á það fólk sem á myndunum er. Þorsteinn Þ. Víglundsson fékk til liðs við sig nokkra menn við það verkefni. Þeir voru Árni Árnason, Eyjólfur Gíslason, Guðjón Scheving og Oddgeir Kristjánsson.
Fengu þeir Hörð Sigurgeirsson ljósmyndara til að gera ljósmyndir af plötunum, ákveðnum fjölda hvert ár. Þetta var mikið verk sem Hörður skipti niður á mörg ár. En er töluverð vinna eftir við að bera kennsl á fólk úr ljósmyndaplötusafni Kjartans, þrátt fyrir gífurlega vinnu frumherjanna, áhugafólks og safnvarða. Geta gestir safnsins nú skoðað myndirnar í safninu og bætt við skýringum ef þeir telja sig þekkja fólkið á myndunum.