Fágætar bækur og fögur listaverk
Fágætissalur Safnahúss Vestmannaeyja sameinar þrjár einstakar safndeildir:
📚 Ágústarstofa – bókminjasafn
· Eitt merkilegasta fágætisbókasafn landsins.
· Allar ellefu útgáfur Biblíunnar á íslensku frá Guðbrandsbiblíu (1584), Þorláksbiblíu (1644) og Steinsbiblíu (1728).
· Erlent vögguprent frá 1498 auk úrvals fágætra höfuðrita íslenskra bókmennta. Meðal þeirra eru Crymogea Arngríms lærða (1610), Kristni saga (1688), Íslendingabók Ara fróða (1688), Atli Björns í Sauðlauksdal (1780) og Edda í 3 bindum (1787–1828). Einnig ýmis sjaldgæf íslensk fornrit og frumútgáfur þekktustu skálda þjóðarinnar.
· Helstu tímaritin, öll í frumútgáfum og í heild sinni. Má þar nefna Minnisverð tíðindi, Íslensk sagnablöð, Fjölnir, Klausturpósturinn, Sunnanpósturinn og Ný félagsrit.
🎨 Sigfúsarstofa – Kjarvalssafn
· 37 málverk eftir Jóhannes S. Kjarval – eitt stærsta safn verka hans á landinu.
· Hin elstu eru máluð í Vestmannaeyjum árið 1914, er Kjarval hafði hafið nám í Kaupmannahöfn og kom hingað í sínum fyrsta eiginlega málaraleiðangri til Íslands.
· 15 bækur og blöð sem Kjarval samdi og gaf út í fáum eintökum, margt með áritunum og teikningum hans.
🏝 Júlíönustofa – átthagasafn
· 6 málverk eftir Júlíönu Sveinsdóttur.
· Um 2.000 bækur,blöð og tímarit prentuð í Vestmannaeyjum, um Vestmannaeyjar eða eftir Vestmannaeyinga.
· Íslandskort frá um 1570–1590.
📍 Staðsetning: Fágætissalur, kjallari Safnahússins
🕒 Opnunartími: Fimmtudaga, föstudaga og laugardaga kl. 13–17
📞 Upplýsingar / bókanir utan opnunartíma: 892 9286 – kari@vestmannaeyjar.is
Komdu og sjáðu safn dýrgripa íslenskrar bókmenningar og listar á einum stað!