Forsetar Íslands og Þýskalands í heimsókn
Forseti Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier og Elke Büdenbender forsetafrú, forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, forsetafrú, ásamt fylgdarliði, komu í heimsókn til Vestmannaeyja 13. júní.
Um var að ræða hluta af opinberri heimsókn þýska forsetans til Íslands. Forsetahjónin heimsóttu meðal annars sjóvarmadælustöðina, Breka VE-61, borðuðu hádegismat á Slippnum, kíktu á stúlkurnar á TM mótinu í knattspyrnu og gengu einnig á Eldfell.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, bauð sendinefndinni til móttöku í Eldheimum til heiðurs forsetahjónunum. Virkilega vel heppnuð heimsókn og forsetahjónin afar ánægð með heimsóknina.
Forsetar fræðast um varmadælustöð
Forseti Þýskalands Frank-Walter Steinmeier og eiginkona hans Elke Büdenbender ásamt forseta Íslands Guðna Th. Johannessyni og Elizu Reid eiginkonu hans heimsóttu varmadælustöðina fimmtudaginn 13. júní.
Bæjarstjóri Vestmanneyja, Íris Róbertsdóttir var einnig með í för.
Ívar Atlason svæðisstjóri vatnssviðs fræddi hópinn um varmadælur og verkefnið.
Frank-Walter var mjög áhugasamur og spurði hvort ekki væri hægt að varamdæluvæða norðanvert þýskalands sem lægi að sjó.
Af hsveitur.is