Fjölhæfur Daníel Franz í Einarsstofu

 

 

Laugardaginn 16. nóvember kynntu Sigurgeir Jónsson og Sunna Einarsdóttir bók sína, Munaðarlausa stúlkan sem er eitt af þessum gömlu góðu íslensku ævintýrum. Kynningin verður í Einarsstofu klukkan 11.00. Þar ætlar Daníel Franz Davíðsson að syngja nokkur lög við eigin gítarundirleik. Við lögðum fyrir hann nokkrar spurningar:

 

Nafn: Daníel Franz Davíðsson.

 

Hvenær fæddur: 5. október 2004.

 

Fjölskylda: Anna Hulda Ingadóttir er mamma mín, Davíð Þór Hallgrímsson er pabbi minn. Svo koma þeir Gabríel Ari og Rafael Bóas Davíðssynir.

 

Uppáhaldsfag í skóla: Verð ég ekki að segja stærðfræði ef Berglind Þórðar sér þetta.

 

Uppháhalds kennarinn: Hörð barátta milli Berglindar og Evelyn.

 

Stundar þú íþróttir: Já, heldur betur. Æfi handbolta, golf og fótbolta.  Síðan æfi ég á túbu, æfi söng, er í lúðrasveit, í hljómsveit (Eyjasynir) og svo að sjálfsögðu leikhúsið.

 

Hvað lestu helst: Hef verið mjööög latur að lesa undanfarið. Segjum Andrés Önd bara.

 

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: 911 eru seigir.

 

Besta bíómynd í heimi: How the Grinch stole the Christmas (2004).

 

Uppáhalds síða á netinu: Vísir.is eða Mbl.is.

 

Hvaða tónlist hlustar þú mest á: Gamla góða íslenska tónlist. Þjóðhátíðarlög, Sálina, Bubba o. fl.

 

Hvenær byrjaðir þú að spila á gítar og syngja: Byrjaði að æfa á gítar síðasta haust og æfði í eina önn. Hef svo bara kennt mér sjálfur síðan. Hef sungið allt mitt líf.

 

Hver er besti söngvari í heimi í dag: Verð að segja Stefán Hilmarsson.

 

Hver er besti tónlistarmaðurinn: Bubbi Morthens er lang besti laga- og textasmiður á Íslandi.

 

Hver er besta hljómsveitin: Á Íslandi er það Sálin. En verð líka að skjóta inn Arcade fire svo pabbi verði ekki brjál.

 

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór: Vonandi atvinnuleikari.