Eyjahjartađ í Einarsstofu

Sunnudaginn 11. mars kl. 13:00-15:00.

Í sjöunda sinn slær Eyjahjartað í Einarsstofu. Sagnafólkið sem við fáum til liðs við okkur að þessu sinni er
á breiðara aldursbili en hingað til, þannig að hin algilda viðmiðun „fyrir og eftir gos“ verður afstæðari á
sunnudag en oft áður. En öll eiga þau minningar frá Eyjum sem þau ætla að deila með okkur.
Að þessu sinni koma í heimsókn
:
 
Guðrún Kristín
Sigurgeirsdóttir:
Flökkukind.

Eiríkur Þór Einarsson:
Upprifun af
Landagötunni.

Jóhanna María
Eyjólfsdóttir:
Heima er best.

Þórlindur Kjartansson:
Bernskan bjarta. 
 
Dagskráin hefst stundvíslega kl. 13 á sunnudaginn og við hvetjum fólk til að koma tímanlega þar sem undanfarnar dagskrár Eyjahjartans hafa sprengt utan af sér rýmið í Einarsstofu.

Hittumst heil og hress. Lofað er góðri skemmtun, hlátri og stöku gráti.

Eyjahjartavinir
Meira...

Ljósmyndasýning í Einarsstofu

Nú eru til sýnis í Einarsstofu 10 ljósmyndir úr
Ljósmyndasafni Vestmannaeyja.
Þemað í þetta sinn er „Vestmannaeyjahöfn forðum daga“.
 
Sýning aðgengileg á opnunartímum Safnahússins.
 
Kveðja,
starfsfólk Safnahúss Vestmannaeyja og Listvinahópurinn.
 
Meira...

Dagskrá til heiđurs Guđna Hermansen í Einarsstofu

Á laugardaginn 27. janúar kl. 13 - 14 mun Elliði Vignisson bæjarstjóri taka á móti merkri gjöf frá Jóhönnu Hermannsdóttur. Um er að ræða eitt merkasta málverk Vestmannaeyja, „Hefnd Helgafells“ eftir Guðna Hermansen. Verkið er málað rúmu ári fyrir gos og hafði forspárgildi fyrir það er síðar kom fram. Helgi Bernódusson mun fjalla um sögu málverksins og Hermann Einarsson minnast vinar síns, Guðna. Þá mun Helgi Hannesson, sonur Jóhönnu, afhjúpa verkið og Gísli Pálsson sýna myndasyrpu um sögu verksins og komu þess til Eyja.

 

Allir hjartanlega velkomnir, kaffi og konfekt á borðum.

 

Vestmannaeyjabær og Listvinir Safnahúss.

 

Sýningin stendur til 4. febrúar.

Opið 13 – 16 laugardaga og sunnudaga og 10 – 18 virka daga.

Meira...
Eldri fréttir