Bjarni Harðar í mörgum hlutverkum í Einarsstofu á sunnudaginn

 

 

Það var í nokkur horn að líta hjá Bjarna Harðarssyni í Einarsstofu á sunnudaginn enda maðurinn með mörg járn í eldinum. Rekur Sæmundarútgáfuna og Bókakaffið á Selfossi og skrifar bækur þess á milli.

 

Allt hófst þetta kl: 12.00 á sunnudaginn 1. desember  í Einarsstofu, Safnahúsi með súpu boði Söguseturs 1627. Þar skrifaaði Bjarni undir samning við Sögusetur 1627 um útgáfu á Reisubók sr. Ólafs Egilssonar. Að því loknu kynnti  Bjarni nýjar bækur nýjar bækur hjá Sæmundarútgáfunni.

 

 

„Við gefum út liðlega 40 bækur þetta árið  en það er ekki ætlun okkar að kynna þær allar hjá ykkur heldur aðeins lítið úrval. Ég mun segja lítillega frá Bókaútgáfunni Sæmundi og okkar helstu verkum þetta árið, Verðlaunabókinni Eddu, Draumadagbók Sæmundar Hólm, Kim Leine, Sigurði á Balaskarði, Sváfni, Jósefínubók o.s.frv.

 

 

Guðjón mun lesa úr Kindasögum sem er sú bók okkar sem hefur selst best þetta haustið. Ég les stuttan kafla úr minni fyrstu skáldsögu Svo skal dansa sem var í sumar endurútgefin í kilju,“ sagði Bjarni.