Eyjar endalaus veisla lita, ljóss og skugga

 

„Það var meira en að segja það að halda úti 16 til 20 síðna blaði sem kom út vikulega. Og oft var það höfuðverkur að finna fallega mynd á forsíðu sem var eitt af einkennum blaðsins. Þá var gott að eiga góða að. Þar framarlega í flokki voru þær Laufey Konný Guðjónsdóttir, Sísí Högna og Ruth Zolen, allt konur með næmt auga fyrir því fallega og sérstaka í umhverfinu. Þær stöllur verða með sýningu á myndum sínum í Einarsstofu  laugardaginn 28. september sem er sú þriðja í sýningarröðinni sem sem stóð sem næst út árið. Verð fjarri góðu gamni en hefði gjarnan viljað mæta,‘‘ sagði Ómar Garðarsson, fyrrum ritstjóri Frétta og síðar Eyjafrétta í tilefni sýningar þeirra í röðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt þann 28. september á afmælisárinu.

Sýningin var eins og við mátti búast bæði fjólbreytt og skemmtileg og var mæting góð í Einarsstofu. 

 

Sísí Högna

 

Palli Steingríms hafði áhrif

Og þær eru engir nýgræðingar þegar ljósmyndun er annars vegar. ,,Ég var 10 ára þegar ég fékk fyrst myndavél,‘‘ segir Sísí. ,,Hún var keypt hjá Jörgen í Tómstundabúðinni. Palli heitinn Steingríms hafði mikil áhrif á mig þegar ég var í skóla. Kenndi okkur krökkunum að; ,,horfa, hlusta og upplifa náttúruna". Enda eru Eyjar endalaus veisla lita, ljóss og skugga . Oft teikna ég upp í huganum myndina áður en ég smelli af en teikning og ljósmyndun hefur fylgt mér lengi

 

Myndirnar sem ég sýni á laugardaginn eru náttúra mannlíf hús og stemning og þess háttar.‘‘

 

Laufey Konný

 

Ljósmyndir og málverk

„Ég byrjaði að taka myndir árið 2006, þ.e. eitthvað annað en fjölskyldumyndir. Fékk þá mína fyrstu stóru digitalvél,‘‘ sagði Konný. ,,Það sem vakti þá áhugann var að taka myndir af mótívum sem mig langaði að mála í olíu. Til að byrja með hafði ég engan áhuga á mannamyndum en það breyttist svo og fór ég á fullt í að taka barna og fjölskyldumyndir.

Fór í undirbúningsnám í Tækniskólanum fyrir ljósmyndun og átti um tvo áfanga eftir til að klára en það stóð aldrei til að að flytja uppá land svo ljósmyndanám var ekki ímyndinni

Ég hef tekið ýmis námskeið og eina önn í listrænni ljósmyndun í Menntaskólanum á Tröllaskaga.‘‘

 

Ruth Zolen

 

Hringferð um Heimaey

„Ég flutti til Eyja 1983 frá Stuttgart. Mér fannst alltaf gaman að taka myndir og byrjaði í kringum 1968,‘‘ sagði Ruth. ,,Eftir að ég flutti til Íslands var aðaláhugamálið náttúran. Ég vann við ferðamennsku í yfir 30 ár sem leiðsögumaður í rútu, bát, gönguferðum og rak  gistiheimili í 20 ár. Það hafði þau áhrif að mig langaði að sýna fólki fjölbreytni náttúrunnar, aðallega á Heimaey, plöntur, hraunform, fuglalif, vetrarmyndir og svo framvegis.

 

Myndir sem ég ætla að sýna eru úr gönguferðum í kringum Eyjuna. Ég byrja við innsiglinguna. Svo koma Heimaklettur, Há, Dalfjaaðll, Eysteinsvík, Stafnsnes, Hamarinn, Klauf, Stórhöfði, Ræningjartangi, Sæfjall, Helgafell, Eldfell og ég enda með nýja hrauni.“

 

Af þessu sást að sýningin í Einarsstofu kl. 13.00 á laugardeginum 28. september yrði bæði fjölbreytt og skemmtleg.