Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt:

Diddi í Ísfélaginu og Friðrik Alfreðs sýndu í Einarsstofu kl. 13:00 á laugardeginum

 

 

Sigurður Sigurbjörnsson, eða Diddi í Ísfélaginu hefur lengi tekið myndir og fengu gestir í Einarsstofu að sjá sýnishorn af þeim í Einarsstofu. Þar var líka Friðrik Ingvar Alfreðsson sem mundað hefur myndavélina í gegnum árin.

 

Diddi hefur næmt auga fyrir því fallega í náttúrunni og fundvís á myndefni eins og sést á myndaröðinni. Viðfangsefnið eru Vestmannaeyjar í sínum fallegasta búningi.

 

Friðrik er sjómaður og er núna á Þórunni Sveinsdóttur VE, því mikla happa- og aflaskipi. Hann notar tímann í landi til að mynda og eru þær eins fjölbreyttar eins og þær eru margar. Ekki eru þær síður athyglisverðar myndirnar sem hann hefur tekið úti í sjó í sumar. Þær sýna okkur landkröbbunum hvað fer fram á togurum í dag. Það fanga myndir Friðriks og líka störf áhafnarinnar.