Goslokahátíðin 2019

Myndlistarsýning Tolla í flugstöðinni á fimmtudaginn

 

 

Fimmtudaginn 4. júlí verður  opnuð sýning á nýjum olíumálverkum eftir Tolla á Vestmannaeyjaflugvelli. Sýningin er samvinnuverkefni Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og Tolla. Sýningin hefur ferðast um landið síðan fyrsta sýningin var opnuð í flugstöðinni á Egilsstöðum í september í fyrra. Auk Egilsstaða og nú Vestmannaeyja hefur Tolli boðið upp á samskonar sýningar í flugstöðvunum á Akureyri og Ísafirði. Sýningin mun standa fram yfir verslunarmannahelgi.

 

Boðið verður upp á léttar veitingar þann 4. júlí frá 16-18:30.

 

Tímasetning sýningar Tolla í flugstöðinni í Vestmannaeyjum er ekki tilviljun. Goslokahátíð og hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis Vestmannaeyjabæjar hefjast þennan dag, 4. júlí. Sýning Tolla er hluti af þeim hátíðarhöldum.

 

Sýningin í flugstöðinni í Vestmannaeyjum er sú síðasta í röðinni hjá Tolla að fara hringinn í kringum landið. Í framhaldinu er stefnam tekin á því  að því að nýta rými flugstöðva á Íslandi til að styðja við ungt listafólk á hverjum stað og gera því mögulegt að koma verkum sínum á framfæri þar.

 

Listamaðurinn Tolli er ekki þekktur fyrir að fara troðnar slóðir þegar kemur að sköpuninni, framsetningu á listinn eða vali á sýningarrými. Síðustu misseri hefur málarinn sótt aftur í ræturnar og ferðast um landið en hann hefur oft talað um það að árin sem farandverkamaður hafi mótað hann mikið á yngri árum. Það kemur fram í listinni um leið og það landsbyggðina togar sífellt í hann. Tolli hefur sýnt víða, í yfirgefnum verksmiðjum, tónlistarhúsum og í verslunarmiðstöðvum. „Mér finnst áríðandi að fara með listina á vettvang. Hafa hana ekki fast í sínu verndaða umhverfi sýningarsalanna í borginni. Heldur fara með hana til fólksins.“

 

„Ég ryð brautina og vinn með Isavia í því að gera flugstöðvarnar sýningavænar og nota mína list til að venja farþega og ferðalanga við hugmyndina að búið að sé að setja upp sýningarrými í þessum fallegu byggingum. Svo koma flottir ungir listamenn sem eru að springa úr sköpunarkrafti og fylla þessi rými af enn meiri gleði,“ segir Tolli.