Goslokahátíðin 2019

Myndir, músík og mosaík hjá Helgu og Arnóri

 

Sæmdarhjónin og listafólkið Helga Jónsdóttir og Arnór Hermannsson slógu upp menningarhátíð heima hjá sér að Vestmannabraut 69 á laugardeginum frá klukkan 13.00 til 18.00.

 

 

 

Litlu listahátíðina kölluðu þau Myndir, músík og mosaík og var hún haldin í garðinum hjá þeim. Þar sýndu þrír myndlistamenn, Arnór, Helga og Hermann Ingi Hermannsson.

 

 

Tónlistarfólkið sem kom fram voru Helgi Hermannsson og Heiða Hlín Arnardóttir og líka tóku Helga og Arnór lagið.

 

 

Þetta framtak mæltist vel fyrir og litu margir við hjá þeim hjónum sem voru ánægð með hvernig til tókst.