Goslokahátíðin 2019

Mugison í Alþýðuhúsinu

 


„Ég verð einn á ferðinni með kassagítarinn í Eyjum. Ég búinn að semja slatta af nýjum lögum á íslensku sem ég þarf að fá að spila fyrir ykkur sem allra allra fyrst. En ekki of mikið í einu, tvö til þrjú lög í mesta lagi á tónleikum. Annars verður maður bara ringlaður,“ segir Mugison sem mætir loks í Alþýðuhúsið á sunnudagskvöldið.


„Ég fékk ömurlega flensu síðast og komst ekki í vor. Hlakka mikið til að koma og spila í Alþýðuhúsinu og sjáumst eldhress á tónleikunum,“ bætti hann við með stuðkveðju.


Tónleikarnir hófust klukkan 20.30.

 

Júníus Meyvant og Mugison