Goslokahátíðin 2019

Bílasýning

 

 

Glæsikerrur sem vöktu lukku

Forvitnileg bílasýning við Safnahúsið á laugardeginum þar sem Bifreiðaklúbbur Suðurlands og nokkrir Eyjamenn sýndu fornbíla. Mátti þar sjá marga glæsikerruna sem þrátt fyrir að vera komnar til ára sinna litu út eins og nýjar. Þarna fann Guðmundur Huginn m.a. bíl sem hann átti fyrir 40 árum. Sportbíll af flottustu gerð.

 

 

Sýningin vakti athygli og litu margir við til að líta á bílana sem örugglega kveiktu ljúfar minningar hjá sumum. Gott framtak og krydd í fjölbreytta dagskrá helgarinnar.