Goslokahátíðin 2019

Eyjahjartað slær enn – Einarsstofa á laugardag

 

Ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson

 

Fátt hefur gert betur að efla tengsl okkar sem hér búum og brottfluttra Eyjamanna en Eyjahjartað. Þar er spilað á allan tilfinningaskalann og oft mikið hlegið. Og nú er haldið áfram og var hist í Einarsstofu, laugardagin 5. júlí.

 

Allt hófst þetta með Götunni minni, þar sem fólk úr gamla austurbænum kom saman á Goslokahátíð og rifjaði upp lífið við götuna sína sem horfin er undir hraun. Seinna varð þetta Eyjahjartað sem á laugardaginn verður á sínum stað í Einarsstofu og það í níunda skiptið. Verður þetta með hefðbundnum hætti, rifjar fólk upp æskuárin í Eyjum, hvert frá sínu sjónarhorni. Dagskráin hefst klukkan 13.00 á laugardaginn og má búast við góðri aðsókn eins og fyrri skiptin. Það er því ástæða til að hvetja fólk að mæta tímanlega.

 

Þau sem standa að Eyjahjartanu og hafa gert frá upphafi eru Kári Bjarnason, Einar Gylfi Jónsson, Atli Ásmundsson og Þuríður Bernódusdóttir. Þau sem komu fram voru Edda Andrésdóttir, Helgi Bernódusson, Inga Jóna Hilmisdóttir og Sigurjón Guðmundsson. Þau höfðu frá mörgu að segja og var eins og svo oft áður, mikið hlegið og stundum var stutt í tregann.

Margt fólk var í bænum í tilefni gosloka og afmælis Vestmannaeyjakaupstaðar og því var ljóst að aðsókn yrði góð. Fæstir áttu þó von á þeim fjölda sem mætti. Þrátt fyrir að setið var í hverjum stól í Einarsstofu og staðið í öllum hornum urðu margir frá að hverfa.  En þeir sem gátu fylgst með skemmtu sér konunglega.

Allt hófst þetta með Götunni minni, þar sem fólk úr gamla austurbænum kom saman á Goslokahátíð og rifjaði upp lífið við götuna sína sem horfin er undir hraun. Seinna varð þetta Eyjahjartað þar sem, rifjar fólk upp æskuárin í Eyjum, hvert frá sínu sjónarhorni.

 

 „Edda, sem var mörg sumur hjá sínu fólki á Kirkjubæjum kallaði frásögn sína,  Ævintýrabústaðurinn og vísar þar trúlega til ljóðlínu Ása í Bæ úr Þjóðhátíðarlaginu 1964 „Þar sem fyrrum“: „Þá er jörðin ung og heit og undra fögur/Ævintýrabústaðurinn minn“. Hún þekkir vel til í Vestmannaeyjum enda var hún hér mörg sumur hjá ættingjum sínum á Kirkjubæ.. 2013 sendi hún frá sér frábæra endurminningabók „Til Eyja“ um tengingu sína við Eyjarnar þannig að hún hefur frá mörgu að segja,“ sagði Einar Gylfi sem mætti ásamt hinum í Eyjahjartanefndinni.

 

 

Helgi Bernódusson, kenndur við Borgarhól kallaði sitt erindi Konurnar í kringum mig. „Hann talaði um Gróu, þá merku konu sem bjó á móti honum á Kirkjuveginum og Gunnu í Dagsbrún sem bjó sömuleiðis steinsnar frá Borgarhól. Hann hefur áður í erindi gert henni Neríði, mömmu Ameríku Geira góð skil. Allt eru þetta merkar konur sem eiga sér mikla sögu, þótt lágt hafi farið.“

 

 

Sigurjón var virkur í Leikfélaginu sem ungur maður og talaði um minningar úr leikhúsinu. „Það var skemmtilegt því auk þess að leika hjá Leikfélaginu var hann nábúi Unnar Guðjónsdóttur sem á síðustu öld var ein skærasta stjarnan á leikhúshimni Eyjanna. Þar var Sigurjón heimagangur og hafði frá mörgu að segja. Þess má geta að Sigurjón er þekktur fyrir að vera hafsjór af sögum enda stálminnugur.“

 

 

Oft ég velti vöngum vorkvöldin hlý kallaði Inga Jóna Hilmisdóttir frásögn sína. „Þetta er tilvitnun í ljóð föður hennar, Hilmis Högnasonar. Giska á að það verði leiðarstefið hjá henni. Í minningunni var eilíft vor og sumar. Það er það sem situr gjarnan eftir hjá okkur. Hún hefur örugglega frá mörgu að segja enda kemur hún úr stórum systkinahópi og auk þess ættuð úr Vatnsdal þar sem fjölmenn stórfjölskylda hennar bjó,“ sagði Gylfi sem tók til máls í lokin og lét gamminn geysa eins og honum er einum lagið. Uppskar mikinn hlátur enda fundvís á það spaugilega í mannlífinu og kann flestum betur að segja frá.

 

 

 

Videó: Halldór B. Halldórsson

1. hluti Helgi Bernódusson ►YouTube

2. hluti Inga Jóna Hilmisdóttir ►YouTube

3. hluti Sigurjón Guðmundsson ►YouTube

4. hluti Edda Andrésdóttir ►YouTube

5. hluti Kári Bjarnason og Gylfi Jónsson ►YouTube