Goslokahátíðin 2019

Myndlistarfélagið – Vestmannaeyjabær 100 ára

Saga og mannlíf Eyjanna í litum

 

 

Myndlistarfélag Vestmannaeyja hefur starfað af mikilum krafti í mörg ár helgaði sína árlegu sýningu í sal Tónlistarskólans að þessu sinni afmæli Vestmannaeyjabæjar. Sýninguna kölluðu þau, „Vestmannaeyjabær 100 ára“ sem var vel við hæfi á þessum tímamótum.

 

 

Goslokasýningin er stærsti sýningarviðburður Myndlistarfélagsins ár hvert. Sýningarstjóri var Gunnar Júlíusson. Sýningin var fjölbreytt og voru Eyjarnar áberandi í sinni fjölbreyttu mynd. Landslag, sjórinn, bátarnir, fólkið lifandi og gengið og svo margt fleira.

 

 

Það hefur verið gaman að fylgjast með þeim öfluga hóp sem skipar Myndlistarfélagið. Á hverju ári má sjá framfarir og fjölbreytnin er mikil. Það var því enginn svikinn af því að mæta í sal Tónlistarskólans og virða fyrir sér verkin sem þar verða sýnd.

 

 

Ekki skemmir að sýningin er sett upp undir styrkri stjórn Gunnars. Er gott að eiga að menn eins og Gunnar þegar kemur að sýningum og myndlist almennt.

 

 

Verk og listmenn

 1. Einu sinni var, Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, olía á striga - Verð kr. 15.000,-
 2. Saltfiskur, Steinunn Einarsdóttir, olía á striga. Verð kr. 19.000,-
 3. BB8, Lilja Þorsteinsdóttir, olía á striga. Einkaeign.
 4. Út í klöpp, Lilja Þorsteinsdóttir, olía á striga. Einkaeign.
 5. Bryggjukvöld, Lilja Þorsteinsdóttir, olía á striga. Einkaeign.
 6. Skrifað í skýin, Ósk Laufdal, olía á striga. Verð kr. 15.000,-
 7. Notið lífsins, Sigrún Þorsteinsdóttir, olía á striga. Verð kr. 28.000,-
 8. Skýjarof, Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, olía á striga. Verð kr. 45.000,-
 9. Fiskvinnsla, Laufey Konný Guðjónsdóttir, tölvuvinnsla+prent. Verð kr. 7.500,-
 10. Fiskveiðar, Laufey Konný Guðjónsdóttir, tölvuvinnsla+prent. Verð kr. 7.500,-
 11. Þau sem Eyjarnar ólu, Jóhanna Hermansen, olía á striga. Verð kr. 25.000,- hver
 12. Þau sem Eyjarnar ólu, Jóhanna Hermansen, olía á striga. Verð kr. 25.000,- hver
 13. Þau sem Eyjarnar ólu, Jóhanna Hermansen, olía á striga. Verð kr. 25.000,- hver
 14. Þau sem Eyjarnar ólu, Jóhanna Hermansen, olía á striga. Verð kr. 25.000,- hver
 15. Þau sem Eyjarnar ólu, Jóhanna Hermansen, olía á striga. Verð kr. 25.000,- hver
 16. Kindarlegar Baldursbrár, Jónína Björk Hjörleifsdóttir, mósaík. Verð kr. 25.000,-
 17. Glaður klettur, Jónína Björk Hjörleifsdóttir, mósaík. Verð kr. 25.000,-
 18. Kynslóðabil, Jónína Björk Hjörleifsdóttir, mósaík. Verð kr. 25.000,-
 19. Helgafell, Jónína Björk Hjörleifsdóttir, mósaík. Verð kr. 25.000,-
 20. Vestmannaeyjabaldursbrá, Jónína Björk Hjörleifsdóttir, mósaík. Verð kr. 25.000,-
 21. Heimkoma, Jónína Björk Hjörleifsdóttir, mósaík. Verð kr. 25.000,-
 22. Jónsmessunótt, Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, olía á striga. Verð kr. 70.000,-
 23. Eyjarósir, Elísabet Hrefna Sigurjónsdóttir, akrýl á leðurlíki. Einkaeign
 24. Eyjarósir, Elísabet Hrefna Sigurjónsdóttir, akrýl á leðurlíki. Verð kr. 50.000,-
 25. Eiðisdrangar, Elísabet Hrefna Sigurjónsdóttir, akrýl á leðurlíki. Verð kr. 30.000,-