Bergljót Leifsdóttir Mensuali ferðatæknir.
Mánudagur 2. júlí í Einarsstofu.
 
Æviágrip um Svein Jónsson langafa minn, Guðrúnu Runólfsdóttur langömmu mína og stofnun Völundar h.f.
 Í erindinu minnist Bergljót langömmu og langafa, en Sveinn hefði orðið 150 ára á þessu ári. Sveinn var ástríðufullur bókasafnari  sem seldi bókasafn sitt þrisvar en úrvalsbækur sínar og torfengnustu ritin gaf hann Vestmannaeyjabæ. Guðrún varð eftir í Eyjum er hjónin slitu samvistir og ól ein upp börnin við hörð kjör. Guðrún var mikil baráttukona alla tíð. Eftir að Sveinn fluttist til Reykjavíkur tók hann þátt í stofnun Völundar 1902. Bergljót rekur sögu þessa fjölskyldufyrirtækis sem afi og langafi og nafnar voru lengst kenndir við.