Guðjón Ármann stiklar á ævi Eyjólfs Gíslasonar frá Bessastöðum og aðkomu hans að söfnun muna fyrir Byggðasafn Vestmannaeyja. Eyjólfur átti sæti í sérstakri byggðasafnsnefnd sem Bæjarstjórn Vestmannaeyja stofnaði árið 1952. Ásamt Eyjólfi sátu í nefndinni Árni Árnason símritari, Oddgeir Kristjánsson tónskáld, Guðjón Scheving málarameistari og Þorsteinn Þ. Víglundsson formaður nefndarinnar.