Ég mun flytja nokkur minningarbrot frá uppvaxtarárunum í Eyjum með honum afa mínum. Þessi einföldu persónlegu minningarbrot mín, byggja á því að ég elst upp til 12 ára aldurs í Eyjum, í Goðasteini eða í nábýli við Goðastein. Sumrin eftir það var ég við vinnu í Eyjum og bjó hja afa og ömmu í Goðasteini, allt fram að eldgosinu og vann svo áfram öll sumur í eyjum allt undir lok menntaskólaára.
 
 
Goðasteinn var heimili í Eyjum þar sem reiði og ágreiningur var skilið eftir utandyra – rannsóknavinna, góðar rökræður og heimilishlýja voru innndyra – Afi og amma í Goðsteini mörkuðu þessa reglu. Ég rifja upp tímann með honum í vinnu á Byggðasafninu og fjalla aðeins um sterk persónueinkenni hans, eins og ég kynntist á þessum tíma.
 
Þessi brot fylgja auðvitað mikið efni dagsins um Byggðasafnið, enda var fyrsta vinnan mín með barnaskóla hjá afa á Byggðasafninu.
En ég fjalla líka um hvernig ég lærði að meta dagblaðið Tímann og enn frekar að meta taurullur hvunndagshetjanna, sem geymdar voru á Byggðasafninu. Hvernig ég lærði að meta hið sanna í mönnum um leið og ég skynjaði árangur og mistök, allt til að læra af.