Una Margrét Jónsdóttir útvarpskona hefur safnað saman heimildum um barnaleiki, svo sem söngvaleiki, hringleiki, sippleiki og eltingaleiki og gefið út í bókum. Hver man ekki eftir Fram, fram, fylking, Bimm bamm bimm bamm, teygjutwisti og snú-snú? Í erindi sínu fjallar Una Margrét um leiki barna í Vestmannaeyjum og víðar. Í framhaldi af erindi hennar verður farið út á Stakkagerðistún þar sem allir eru hvattir til að taka þátt í leikjunum, ungir sem aldnir.