Útdráttur úr fyrirlestri Katrínar Gunnarsdóttur fornleifafræðings.
 
Í fyrirlestrinum er fjallað um fornleifar í Vestmannaeyjum og hvers vegna skráning þeirra er mikilvæg.
Skoðuð er skilgreining á því hvað telst til  fornleifa, sýnd verða dæmi um fornleifar sem eru sýnilegar eða ekki sýnilegar í umhverfinu og hvaða aðferðir er hægt að nota við að finna og skrá þær.
Þegar hraunið rann yfir austurhluta Eyjanna hvarf ekki bara byggðin og búsetulandslagið, en líka fornleifar, svo þar tapaðist mikið af sögunni. Þó að eftir standi heimildir um þessar fornleifar er það ekki það sama og að farið hafi verið um landið og skráðar upplýsingar um þær, þar sem kemur fram heiti, hlutverk, staðsetning, lýsing, mynd og teikning. Þar að auki er það svo að á vettvangi koma alltaf í ljós fleiri fornleifar en heimildir gefa til kynna.
Skráning þeirra fornleifa sem við höfum ennþá er því mikilvæg svo að hægt sé að varðveita þær til framtíðar. Það væri mikilvægt fyrir sögu Eyjanna og mundi jafnframt forða því að þær hyrfu.
Katrín Gunnarsdóttir fornleifafræðingur