Kjarvalssýning í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar
Á nýársdag árið 1919 gengu í gildi lög um kaupstaðarréttindi Vestmannaeyjabæjar. Hinn 1. janúar 2019 voru því rétt 100 ár liðin frá þessum einstaka viðburði í sögu Vestmannaeyja. Í tilefni „aldarafmælisdagsins“ var efnt til sýningar í Safnahúsinu aðeins þennan eina dag.
Stærsta safn Kjarvalsmálverka utan Kjarvalsstaða er í eigu Vestmannaeyjabæjar, samtals 37 málverk, en hið síðasta var keypt í desember 2018. Á nýársdag gafst í fyrsta sinn tækifæri til að sjá öll verkin saman á einni sýningu, en fram til þessa hefur einungis valið úrval verið sýnt.
Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs setti sýninguna.
Nýjasta verkið sem var keypt í safnið
PDF-skjal: Kjarval - allar myndir á sýningunni