Árni Már Erlingsson í Einarsstofu
Fleiri öldur, færri aldir
Árni Már Erlingsson opnaði sýningu á verkum sínum 3. janúar í Einarsstofu og stóð hún til 28. janúar.
Um sýninguna sagði: Sjór er viðfangsefni sem hefur verið Árna hugleikið undanfarin ár, ekki eingöngu í verkum hans heldur hefur hann verið iðinn við sjóböð og sund. Meðal verka á sýningunni eru málverk, prentverk og verkfæri sem Árni hefur sett saman og sýnir sem skúlptúra.
Árni er einn af stofnendum Gallery Ports sem opnað var í lok mars 2016 og var einnig einn af stofnendum Festisvalls, kollektífs sem teygði anga sína til Þýskalands og Hollands.