Karnivalstemning í boði Landsbankans

 

 

Það var gaman á spóka sig um á Bárstígnum á laugardeginum þar sem Landsbankinn og starfsfólk bauð upp á grill- og götustemningu. Tríó Þóris Ólafssonar sá um tónlistina og allir gátu fengið pylsur og blöðrur. Margir reyndu sig í skólahreystibrautinni og hoppukastalarnir voru vinsælir og margt fleira fleira var í boði.

Þessu lauk með Brekkusöng og flippi með Ingó Veðurguði sem alltaf stendur fyrir sínu. Það var sannkölluð karnivalstemning í miðbænum í boði Landsbankans.