Nýju Vestmannaeyingarnir hinar sprækustu

 

Ljósm.: http://www.setur.is

 

Fjöldi fólks fylgdist með 19. júní  þegar mjaldrarnir Litla-Grá og Litla-Hvít komu til Vestmannaeyja sem verður þeirra griðarstaður í framtíðinni. Hvítu mjaldrarnir höfðu þá ferðast um 12.000 km leið frá Sjanghæ í Kína. Lentu í Keflavík eftir hádegið og við tók ferðalag með bíl og Herjólfi og hingað var komið milli klukkan tíu og ellefu í gærkvöldi.

 

 

Menn fóru sér hægt í að flytja þær systur úr bílunum í laug og aðra laug í nýja húsinu við Fiskiðjuna. Allt þaulæft og gekk þrautalaust. Greinilegt að allt var þrautskipulagt og allt til staðar þannig að flutningurinn yrði sem öruggastur.

 

 

Strax um kvöldið voru þessir nýju Vestmannaeyingar farnir að hreyfa sig í lauginni og éta sem veit gott á framhaldið. Þær eru í dag tíu til ellefu ára gamlar en mjaldrar geta orðið 40 til 50 ára þannig að þær gætu átt góða daga í stóru kvínni í Klettsvík sem verður heimili þeirra eftir hvíldarinnlögn. Í Klettsvík verður þeirra griðasvæði sem er hið fyrsta í heim­in­um sem er sér­hannað fyr­ir mjaldra.

 

 

„Litla-Grá og Litla-Hvít komu í laug­ina eft­ir miðnætti. Þær hreyfðu sig vel og voru byrjaðar að éta mjög fljót­lega eft­ir að þær komu í laug­ina. Þetta var langt og strangt ferðalag hjá mjöldr­un­um og gríðarleg vinna að baki hjá okk­ur sem að verk­efn­inu komu. Við erum hæst­ánægð hversu vel þetta gekk,“ seg­ir Sig­ur­jón Ingi Sig­urðsson, verk­efna­stjóri sér­verk­efna­deild­ar TVG-Zimsen, sem sá um flutn­ing­inn hér heima.

 

 

 

Nítján tíma ferðalag

Ferðalagið tók alls um 19 klukku­stund­ir og syst­urn­ar voru farn­ar að sýna þreytu­merki við kom­una til Vest­manna­eyja að sögn Sig­ur­jóns Inga en þota Car­golux lenti með þær á Kefla­vík­ur­flug­velli um klukk­an 14 í gær.

 

Mjaldra­syst­urn­ar Litla-Hvít og Litla-Grá koma alla leið frá sæ­dýrag­arðinum Chang­feng Oce­an World í Sj­ang­hæ, þar sem þær hafa skemmt al­menn­ingi síðan þær voru fangaðar við Rúss­land árið 2011. Þá voru þær ein­ung­is 2 til 3 ára gaml­ar en vera þeirra í Vest­manna­eyj­um gæti orðið löng, þar sem mjaldr­ar geta náð 40 til 50 ára aldri.

 

Cat­hy William­son frá dýra­vernd­un­ar­sam­tök­un­um Whale and Dolp­hin Conservati­on seg­ir að nú sé mik­il­væg­ast að huga að vellíðan mjaldr­anna og stíga var­lega til jarðar.

 

Úr söfnum í náttúrulegt umhverfi

„Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert – þetta eru fyrstu mjaldr­arn­ir sem fá að búa í sjókví eft­ir að hafa verið í prísund í nokk­ur ár. Í augna­blik­inu vilj­um við fara var­lega og við vilj­um tryggja að þeim líði vel á griðasvæðinu og vilj­um huga vel að því að þeir aðlag­ist hinu nýja um­hverfi sem er mjög svo ólíkt hinu nátt­úru­lega um­hverfi þeirra,“ sagði William­son. Um­hverfið væri svo ólíkt því sem mjaldr­arn­ir hefðu þurft að venj­ast á sæ­dýra­safn­inu að mögu­legt væri að þeir dveldu þar drýgst­an hluta æv­inn­ar.

 

Andy Bool, for­stjóri Sea Life Trust, seg­ir að upp­bygg­ing hinna nýju heim­kynna mjaldr­anna, sjókví­ar­inn­ar í Kletts­vík, sé gríðarlega mik­il­vægt skref í rétta átt, enda sé sjókví­in sú fyrsta af sínu tagi í heim­in­um fyr­ir mjaldra.

 

„Litla-Grá og Litla-Hvít eru full­trú­ar allra þeirra mjaldra í heim­in­um sem hafa verið hneppt­ir í prísund og búa í kerj­um á sæ­dýra­söfn­um. Með því að kynna þessa nýju leið til að ann­ast dýr­in í nátt­úru­legu um­hverfi sínu von­umst við til þess að fleiri fylgi okk­ar for­dæmi og geri slíkt hið sama,“ sagði Bool í sam­tali við Morg­un­blaðið.

 

Litla-Hvít og Litla-Grá hafa staðið í ströngu þjálf­un­ar­ferli til þess að venj­ast lífs­skil­yrðum í Kletts­vík­inni, sem eru tölu­vert frá­brugðin aðstæðunum í sæ­dýrag­arðinum. Þær þurfa að venj­ast hita­stigi sjáv­ar­ins og læra að halda niðri í sér and­an­um leng­ur áður en þær synda frjáls­ar í sjókvínni að sögn Bool. Því verða þær í sér­stakri umönn­un­ar­laug fyrstu vik­urn­ar í Vest­manna­eyj­um.

 

Þar eru þær enn og vekja mikla lukku gesta sem fjölmenna á safnið til heimsækja þessa nýju íbúa Vestmannaeyja.

 

Mjaldr­arn­ir hafa ólíka per­sónu­leika

Þjálf­ar­ar mjaldr­anna, sem fylgja þeim alla leið til Vest­manna­eyja, hafa myndað náin tengsl við mjaldr­ana og gera mik­inn grein­ar­mun á per­sónu­gerð þeirra, að sögn Bool:

„Litla-Grá er mun sjálfs­ör­ugg­ari og tek­ur mun virk­ari þátt í nýj­um at­höfn­um en Litla-Hvít sem er hlé­dræg­ari og aðeins ró­legri en Litla-Grá. En stund­um eru þær ófyr­ir­sjá­an­leg­ar, stund­um hik­ar Litla-Grá við að gera eitt­hvað og Litla-Hvít ríður á vaðið og er allt í einu sjálfs­ör­ugg­ari.“