Afmælisblað Björgunarfélagsins afhent – Fékk fundagerðarbækur til varðveislu

 

 

Laugardaginn 7. september í Einarsstofu Safnahúsi var afmælisblað athöfn þar sem Björgunarfélag Vestmannaeyja fékk afhent 100 ára afmælisblað sem Ómar Garðarsson, ritstýrði og Safnahúsið fékk afhentar fundagerðarbækur félagsins afhentar.

 

Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss bauð fjölmarga gesti velkomna og Ómar kynnti blaðið og útgáfu þess áður en hann afhenti Arnóri Arnórssyni, formanni félagsins fyrsta eintakið en blaðinu var dreift í öll hús í bænum.

 

Arnór þakkaði í ávarpi sínu öllum þeim sem komu að útgáfunni og styrkt hafa félagið í gegnum árin. 

 

Sýndar voru rúllandi myndir á sýningartjaldi úr sögu félagsins, auk mynda  frá Hálendisvakt björgunarsveitarinnar í ágústmánuði og ýmsir munir og tæki, bæði gömul og ný voru til sýnis.

 

Sagt var frá undirbúningi að dagskrá í Sagnheimum á næsta ári þar sem minnast verður komu björgunar- og varðskipsins Þórs til Vestmannaeyja. Þann 26. mars 2020 verða 100 ár frá komu skipsins. 

 

Arnór færði Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra og Páleyju Borgþórsdóttur eintök af blaðinu og Kára Bjarnasyni fundargerðarbækur félagsins til varðveislu.

 

Fólk svaraði kallinu og fjölmennti til að gleðjast með Björgunarfélagi Vestmannaeyja sem við eigum svo mikið að þakka.