Ertu að losa þig við bækur?

10.11.2025

Ertu að losa þig við bækur?

 

Bókasafn Vestmannaeyja tekur með þökkum  á móti bókagjöfum.

Hvort sem um er að ræða nýlegar bækur eða gamlar gersemar, fræðirit eða skáldverk – allar bækur geta skipt máli, og við reynum ávallt að finna þeim verðugan samastað.

Margar fá nýtt líf í útlánasafninu, aðrar styrkja handbókakostinn og sumar rata jafnvel inn í fágætisbókasafnið okkar – sem er að verða eitt merkasta sinnar tegundar á Íslandi.

Á safninu er einnig gjafa- og sölubás fyrir bækur sem ekki nýtast safnkostinum, þannig að hver bók fær tækifæri til að öðlast tilgang og gleðja.

 

Ekki henda bókum – gefðu þeim framhaldslíf.

 

Komdu með bækurnar á Bókasafnið eða láttu okkur sjá um það.

 

Allar nánari upplýsingar:
488 2040 eða 892 9286.
kari@vestmannaeyjar.is.