Laust starf bókavarðar á Bókasafni Vestmannaeyja

19.01.2023

Laust starf bókavarðar á Bókasafni Vestmannaeyja.

 

Laust er til umsóknar 75% starf bókavarðar á Bókasafni Vestmannaeyja. Vinnutími er hefðbundin dagvinna, auk 3-4 laugardagsvakta yfir vetrartímann frá kl. 11 til 14 og til kl. 18 einn dag í viku. Helstu verkefni eru þjónusta við notendur, frágangur safnefnis, þátttaka í viðburðum og verkefnum á vegum safnsins. Bókasafnið er hluti af Safnahúsi Vestmannaeyja sem samanstendur af 7 söfnum eða safndeildum. Lögð er mikil áhersla á einingu Safnahússins og hluti af starfsskyldum er því að vinna þvert á önnur söfn hússins eftir því sem þörf er á hverju sinni.

 

Menntunar- og hæfniskröfur eru stúdentspróf, rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum. Háskólamenntun sem nýtist í starfi er mikill kostur.

 

Umsóknir skulu sendar til Kára Bjarnasonar forstöðumanns á netfangið kari@vestmannaeyjar.is eða bréflega á Ráðhús Vestmannaeyja, Ráðhúströð, 900 Vestmannaeyjum og merktar Umsókn um starf á Bókasafni Vestmannaeyja. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í ofangreindum tölvupósti eða í síma 488 2040.

 

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey.

 

Vestmannaeyjabær vill stuðla að jafnrétti kynja og hvetur því alla óháð kyni að sækja um.

 

Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2023.