Saga og súpa í Sagnheimum laugardaginn 8. október kl. 12-13

05.10.2022

Saga og súpa í Sagnheimum laugardaginn 8. október kl. 12-13

 

Halldór Svavarsson fjallar um bók sína Strand Jamestowns, ævintýralega sögu eins stærsta seglskips í heimi á 19. öld sem strandaði við Hafnir á Reykjanesi árið 1881. Vestmannaeyingar nýttu sér strandhöggið með því að kaupa akkeriskeðjurnar úr skipinu sem voru fluttar til Eyja og notaðar áratugum saman sem bólfæri fyrir fiskibáta í höfninni.

Sýnishorn af keðjunum má sjá fyrir framan anddyri Safnahússins.

 

Kynslóðum saman hafa allskyns sögur gengið um afdrif þeirra verðmæta sem fundust á strandstað þessa 4.000 tonna risaskips. Hér eru þær loks teknar saman í spennandi og lipurlegri bók sem Halldór Svavarsson kynnir í Sagnheimum á laugardaginn kemur.

 

Allir hjartanlega velkomnir.