Jóna Björg Guðmundsdóttir heiðursfélagi í Félagi héraðsskjalavarða á Íslandi
16.11.2021Jóna Björg Guðmundsdóttir heiðursfélagi í Félagi héraðsskjalavarða á Íslandi
Jóna Björg Guðmundsdóttir lét af störfum hér í Safnahúsi Vestmannaeyja síðastliðið sumar,
eftir að hafa starfað þar óslitið í 32 ár sem héraðsskjalavörður.
Jóna lauk námi í Bókasafns- og upplýsingafræði árið 1989 og var þá ráðin á bókasafn Vestmannaeyja.
Sama ár var hún ráðin sem héraðsskjalavörður við Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja.
Nú í haust var hún gerð að heiðursfélaga í Félagi héraðskjalavarða á Íslandi.
Við ósum Jónu Björgu innilega til hamingju með heiðurinn og þökkum henni vel unnin störf fyrir Vestmannaeyjabæ.