Tilkynning
07.10.2020Kæru bókaunnendur.
Bókasafn Vestmannaeyja er opið á hefðbundnum tímum alla virka daga frá 10:00-18:00. Fjöldatakmarkanir miðast eins og annars staðar við 20 manns og biðjum við fólk um að virða fjarlægðarmörk.
Sprittbrúsar eru til reiðu við inngang og við afgreiðsluborð. Helstu snertifletir eru þrifnir reglulega. Við viljum biðja gesti okkar um að setja á sig hanska eða spritta hendurnar við komuna á safnið og eins við brottför. Þá eru öll safngögn þrifin um leið og þeim er skilað og aftur þegar þau fara í útlán.
Vegna ástandsins viljum við minna á að afar auðvelt láta taka til bækur fyrirfram og sækja þær síðan þegar hentar. Einnig er hægt að hafa samband til að framlengja útláni. Síminn er 488 2040, einfalt er að senda skilaboð á Facebook síðu bókasafnsins: Bókasafn Vestmannaeyja og eins er hægt að senda okkur tölvupóst á bokasafn@vestmannaeyjar.is.
Til hægðarauka við notendur bendum við á að unnt er að skila bókum í pósthólfið vinstra megin við aðalinngang.