Eyjasýn ehf. færir Ljósmyndasafni Vm. innanbæjarsjónvarpsefni

22.08.2019

Eyjasýn ehf.  færir Ljósmyndasafni Vm.  innanbæjarsjónvarpsefni

 

Eyjasýn ehf. rak staðbundna sjónvarpsstöð í Eyjum frá 2001 samhliða öðrum rekstri eftir sameiningu Eyjaprents og Fjölsýnar og var þessi starfsemi í gangi til 2014.

Sjónvarpsstöð Eyjasýnar gerði ýmsa þætti flesta tengda bæjarlífinu í Eyjum, var með fréttatíma í nokkur misseri og útsendingar af fundum bæjarstjórnar um tíma, auk þess, fótbolta- og handboltaleiki, spurningakeppnir, mannlífsþætti ofl.

Þegar saman kemur er þetta heilmikið af efni sem er  hluti af menningarsögu Eyjanna. Þegar Eyjasýn flutti af Strandvegi 47 að Ægisgötu 2 fyrir rúmlega ári, var ljósmyndasafni Vm. í Safnahúsinu afhent eldra ljósmyndasafn Frétta - Eyjafrétta og eru þetta þúsundir ljósmynda flestar teknar af starfsfólki fyrirtækisins á löngum tíma. Ljósmyndasafnið mun flokka þær og síðan skanna eftir föngum á nokkrum árum.  

 

Nú var komið að því að Eyjasýn afhenti Ljósmyndasafni Vm.bæjar  fimm stóra plastkassa af með hundruðum  geisladiska og VHS spóla sem innihalda innlent efni sjónvarps Eyjasýnar.  Ljósmyndasafn Vm.bæjar mun á næstu misserum flokka efnið. Töluverður hluti efnis á geisladiskum er tilbúinn til sýninga, en  ljúka  þarf yfirfærslu á öðrum, sem eru VHS spólum. Ljósmyndin er tekin sl. mánudag þegar fulltrúar Eyjasýnar afhentu Kára Bjarnasyni forstm. sjónvarpsefnið í kössunum fimm í Safnahúsi Vestmannaeyja. Kári Bjarnason sagði við þetta tækifæri að Ljósmyndasafninu og Safnahúsinu væri mikill fengur í þessu innanbæjar sjónvarpsefni og væri áformað koma hluta þess sýningarhægt ástand á næstunni og yfiræra annað á lengri tíma. Jafnframt þakkaði hann Eyjasýn ehf. fyrir vinsemd á garð safna bæjarins á liðnum árum.