100 ára afmælissýning Vestmannaeyjakaupstaðar er nú aðgengileg á Heimaslóð.

05.07.2019

Í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar ákvað afmælisnefnd að fela áhugahópi að gera sérstakan myndaannál þar sem ákveðnir atburðir í sögu bæjarfélagsins koma fram í mynd og texta.

 

Þessi myndaannál inniheldur 200 myndir með texta og átti upphaflega að spanna yfir tímabilið frá 1919-2019. Á síðara stigi var ákveðið að taka fyrir mun lengra tímabil og er elsta myndin af Íslandskorti frá lokum sextándu aldar þar sem Vestmannaeyjar koma fyrst við sögu.  

 

Ljósmyndirnar eru teknar af 30 einstaklingum, sex listamenn eiga myndir í annálnum og þekkt Eyjalög fylla út í myndina.   

Þessi myndaannáll var fumsýndur á hátíðarfundi bæjarstjórnar 14. febrúar 2019.

 

Smellið á myndina til að skoða sýninguna.