Vestmannaeyjabær auglýsir eftir starfsmanni til að sinna fjölmenningarmálum hjá sveitarfélaginu.

07.01.2019

Fjölmenningarfulltrúi

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir starfsmanni til að sinna fjölmenningarmálum hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða tímabundna 50% stöðu sem gildir til 31. 12.2019. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Safnahúss og starfsstöðin er í Safnahúsi.

Tilgangur og markmið starfs er að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu einstaklinga með annað ríkisfang sem búsettir eru í Vestmannaeyjum. Einnig að vinna að því að aðstoða fólk af erlendum uppruna að vera virkir og sjálfbjarga þátttakendur í samfélaginu.

Hæfniskröfur:

  • Sýna frumkvæði og drifkraft í starfi
  • Tungumálakunnátta
  • Sýna sveigjanleika og lipurð í samskiptum
  • Reynsla, þekking og áhugi á málefnum innflytjenda eða fólks af erlendum uppruna
  • Þekking á tölvuvinnslu
  • Áhersla á vandvirkni og nákvæmni í starfi

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kári Bjarnason forstöðumaður Safnahúss í síma 488-2040 eða í gegnum netfangið kari@vestmannaeyjar.is.

Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2019.

Með umsóknum þarf að fylgja ferilskrá um fyrri störf og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Umsóknir skulu merktar „Fjölmenningarfulltrúi“ og berast á skrifstofu Ráðhúss v/Bárustíg 15, 900 Vestmannaeyjar eða á netfangið postur@vestmannaeyjar.is.