Sumardagurinn fyrsti 2018

17.04.2018
 Sumardagurinn fyrsti 2018

 

 

Einarsstofa kl. 11.00

Skólalúðrasveitin leikur vel valin lög.

Sigurvegarar Stóru upplestrarkeppninnar, þau Herborg Sindradóttir, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir og Jón Grétar Jónasson lesa ljóð sem þau völdu sjálf,

eftir Þórarinn Eldjárn.

Tilkynnt um val á

bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2018.

 

 

Einarsstofa kl. 13.00

Nemendur Bjarteyjar Gylfadóttur í myndlistarvali Grunnskóla Vestmannaeyja í 8.-10. bekk sýna lokaverkefni sín í Einarsstofu 19. apríl – 3. maí.

Sýningin mun opna sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl, klukkan 13.00.

Í lokaverkefnum velja nemendur sér viðfangsefni að eigin vali og læra að útfæra það á skapandi hátt.

 

Starfsfólk Safnahúss Vestmannaeyja

óskar bæjarbúum gleðilegs sumars.