Eyjahjartað í Einarsstofu

08.03.2018
Sunnudaginn 11. mars kl. 13:00-15:00.

Í sjöunda sinn slær Eyjahjartað í Einarsstofu. Sagnafólkið sem við fáum til liðs við okkur að þessu sinni er
á breiðara aldursbili en hingað til, þannig að hin algilda viðmiðun „fyrir og eftir gos“ verður afstæðari á
sunnudag en oft áður. En öll eiga þau minningar frá Eyjum sem þau ætla að deila með okkur.
Að þessu sinni koma í heimsókn
:
 
Guðrún Kristín
Sigurgeirsdóttir:
Flökkukind.

Eiríkur Þór Einarsson:
Upprifun af
Landagötunni.

Jóhanna María
Eyjólfsdóttir:
Heima er best.

Þórlindur Kjartansson:
Bernskan bjarta. 
 
Dagskráin hefst stundvíslega kl. 13 á sunnudaginn og við hvetjum fólk til að koma tímanlega þar sem undanfarnar dagskrár Eyjahjartans hafa sprengt utan af sér rýmið í Einarsstofu.

Hittumst heil og hress. Lofað er góðri skemmtun, hlátri og stöku gráti.

Eyjahjartavinir