Kynnir nýútkomna bók sína ,, Where´s God "
Hugleikur með myndlistarsýningu á Safnahelgi
04.11.2016 Föstudaginn 4. nóvember mun Hugleikur Dagsson opna sýningu í Einarsstofu , Safnahúsi í Vestmannaeyjum kl 18:00. Sýningin er haldin í tilefni af útgáfu bókarinnar ,, Where´s God " sem er nýjasta teikniverk Hugleiks Dagssonar . Hér sameinar hann áhuga sinn á Valla úr ,, Hvar ertu Valli ?? " bókunum og vangaveltur sínar um tilveru Guðs. Hér getur lesandinn sjálfur spreytt sig á þessari leit sem svo margir spekingar og fræðingar hafa lagt í. Hvar er Guð eiginlega ? Segðu mér !
Sýningunni lýkur 30. nóvember.