SAFNAHELGI Í VESTMANNAEYJUM 3. ? 6. nóvember DAGSKRÁ
01.11.2016Fimmtudaginn 3. nóvember
SAFNAHÚS
Kl. 13:30-15:30 verður sýnt úr ótrúlegu myndasafni Gísla J. Johnsen sem nýverið var fært Safnahúsi að gjöf. Ljósmyndirnar verða sýnda á vikulegum Ljósmyndadegi.
Kl 20:00 mun Ármann Reynisson kynna nýjustu Vinjettuna sína, þá sextándu í röðinni. Ármann fær einvala lið til að lesa úr bókinni.
Föstudagurinn 4. nóvember
STAFKIRKJA
Kl. 17:00 verður dagskráin formleg sett í Stafkirkjunni. Jazz/funk tríóið Eldar flytja tónlist.
EINARSSTOFA
Kl. 18:00 opnar Hugleikur Dagsson sýninguna WHERE´S GOD í tilefni af útkomu samnefndrar bókar sinnar.
ELDHEIMAR
Kl: 20:30 lesa Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson úr nýjum bókum sínum.
Í framhaldinu, tónleikar þar sem Arnór og Helga leika Peter, Paul & Mary .
Laugardagurinn 5. nóvember
SAFNAHÚS
Kl. 13:00 koma í heimsókn skáldmennin Stefán Máni, Orri Harðarson og Bjartmar Guðlaugsson sem kynna og lesa úr nýjum bókum sínum.
SÆHEIMAR
Kl: 13:00 Ljósmyndasýningin „Börn og pysjur“. Í Sæheimum hefur verið starfrækt pysjueftirlit í nokkur ár og síðustu tvö árin höfum við tekið ljósmyndir af mörgum þeirra barna sem hafa tekið þátt í pysjubjörguninni og komið til okkar með pysjur í eftirlitið. Á sýningunni eru þessar ljósmyndir. Safnahelgi er því nokkurs konar uppskeruhátíð pysjueftirlitsins.
.
BETHEL
Kl. 15:00 verða tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja, stjórnandi Jarl Sigurgeirsson.
ALÞÝÐUHÚSIÐ
Kl. 21:00 mun BJARTMAR spila nýja og gömul tónlist, auk þess sem hann mun spjalla um bókina sína. Aðgangseyrir kr. 2.500.-
Sunnudaginn 6. nóvember
SAGNHEIMAR
Kl. 12:00-13:00 Saga og súpa í Sagnheimum.
Illugi Jökulsson fjallar um vísindamanninn Charcot og síðustu sjóferð franska rannsóknarskipsins Pourquoi-pas? sem fórst við Álftanes á Mýrum árið 1936. Í slysinu fórust 39 manns en aðeins einn maður lifði af.
OPNUNARTÍMAR safna og sýninga um Safnahelgi:
ELDHEIMAR Á fimmtud., föstud., laugard. og sunnud. kl. 13 00– 17 00.
SÆHEIMAR Á laugardag og sunnudag kl. 13-16
SAFNAHÚS Sýning Hugleiks á opnunartíma Safnahúss, fimmtud. og föstud.10-18; laugard. og sunnud. 12-16.
SAGNHEIMAR: Opið á laugardeginum og sunnudeginum kl. 12-16.
BÓKASAFNIÐ: Opið á laugardeginum kl. 12-16.