Vitar fá nýtt hlutverk
05.10.2016 Athyglisverður og skemmtilegur fyrirlestur var í Sagnheimum um ströndina og strandmenninguna sem var skoðuð frá mörgum hliðum og sögð saga vita sem eru að fá ný hlutverk.
Auður við íslenska strönd kallaði Kristján Sveinsson sagnfræðingur erindi sitt þar sem hann kynnti starf Vitafélagsins og íslenska strandmenningu. Sigurbjörg Árnadóttir , formaður Vitafélagsins sagði frá samstarfi áhugafólks á Norðurlöndum um vita og fjölbreytilegri notkun þeirra í dag. Gísli Pálsson mannfæðingur frá Bólstað kallaði erindi sitt Hraunið tamið: frá Axlarsteini að Urðarvita. Emilía Borgþórsdóttir, hönnuður sagði strendur vannýttan fjársjóð fyrir hönnuði og kynnti nýja hönnun sem hún sótti í vita. 'Ivar Atlason forstöðumaður HS Veitna í Vestmannaeyjum sagði frá sjóvarmaveitunni sem HS veitur eru að setja upp í Eyjum.
Umfjöllun Eyjafrétta má sjá hér skrar/file/Skanni_20161101%20(2)(1).jpg