Hvar er kleinan ?

05.10.2016
Kleina Þorvaldar Jónssonar í Einarsstofu 
Föstudaginn 7. okt opnar Þorvaldur Jónsson sýningu sína Hvar er kleinan ?  í Einarsstofu í Safnahúsi. Sýninginn stendur til 2. nóvember og er sjöunda einkasýning  Þorvaldar en auk þeirra hefur hann haldið fjölda samsýninga hérlendis og erlendis. Þorvaldur er fæddur 1984 lauk B.A. prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2009. Þorvaldur er líka mjög virkur í sýningarhaldi og ber þar helst að nefna listahátíðina Festival þar sem hann hefur verið einn af sýningarstjórum síðustu ár og nýjasta verkefnið Gallery Port sem hann rekur með tveimur öðrum. 
Hér má lesa viðtal Perlu Kristinsdóttur sem birtist í Eyjafréttum skrar/file/Skanni_20161101.jpg