Landsbankinn gefur Listasafni Vestmannaeyja málverk

05.07.2016
 Á goslokahátíðinni afhenti Landsbankinn í Vestmannaeyja Listasafninu okkar 3 falleg og verðmæt málverk sem hér er þakkað hjartanlega fyrir. Um er að ræða málverk Guðna Hermansen af Þorsteini Þ. Víglundssyni, fyrsta sparisjóðsstjóranum í Vestmannaeyja og einum helsta menningarfrömuði Vestmannaeyja fyrr og síðar. Þá er málverk af eftirmanni Þorsteins, Benedikt Ragnarssyni. Að lokum er risastórt málverk af Vestmannaeyjum er Freymóður Jóhannsson málaði 1966 og hefur lengi hangið uppi í afgreiðslusal Sparisjóðsins.
 
 
 Hér má sjá nokkrar myndir af afhendingunni en Elliði Vignisson bæjarstjóri veitti viðtöku þessari góðu gjöf.
Hér má sjá umfjöllun Eyjafrétta skrar/file/Skanni_20160707%20(4).jpg