Hann var maður augnabliksins og stundarinnar

Guðni Ágústsson fór á kostum

14.06.2016
,,Kæru vinir og aðdáendur Sigmunds Jóhannssonar Baldvinssen. Gleðilega hátíð, stundin sem við erum að upplifa er stór fyrir Helgu og börnin hans og okkur öll vini hans og aðdáendur. En stærst er hún fyrir framtíðina og Vestmannaeyjabæ. Loksins eru teikningar Sigumunds, húmorinn, spéið, pólitíkin,orðræðan í myndum, sem gladdi  Íslendinga frá degi til dags í rúm 50 ár komin heim til Vestmannaeyja á einn stað." sagði Guðni Ágústsson , fyrrum aðþingismaður og ráðherra og mikill vinur Sigmunds í ræðu sem hann flutti af sínum alkunna krafti á Sigmundshátíðinni.  Guðni fór á kostum eins og honum er einum lagið.
 Hér má lesa umfjöllun Eyjafrétta skrar/file/Skanni_20160524%20(5).jpg og hér má sjá umfjöllun morgunblaðsins af Sigmundshátíðinni skrar/file/Skanni_20160524%20(2).jpg