Sigmundshátíð í Safnahúsi

07.06.2016
 22. apríl síðastliðinn hefði Sigumund Jóhannsson orðið 85 ára í tilefni dagsins bauð Safnahúsið í samstarfi við fjölskyldu Sigmunds upp á hátíðardagskrá og opnun sýningar í Einarsstofu.  Dagskráin heppnaðist einstaklega vel og var aðstandendum til mikils sóma.  Kári Bjarnason hélt untan um dagskrána og gat þess í upphafi síns máls að dagurinn væri mikill gleðidagur þar sem allar teikningar Sigmunds, yfir 11.000 talsins væru loks eign Vestmannaeyjabæjar. Hlynur Sigmundsson flutti kveðju fjölskyldunnar á þessum tímamótum og ræddi á persónulegum og hlýlegum nótum um samband sitt við föður sinn og hversu mikilvægt það hafi ávallt verið fyrir  föður hans og fjölskylduna  alla að teikningarnar yrðu eign bæjarbúa eins og nú væri orðið. Þakkaði hann kærlega Vinnslusöðinni og Ísfélaginu fyrir þeirra liðsinni í því máli.
Hér má sjá umfjöllun Eyjafrétta skrar/file/Skanni_20160524%20(8).jpg