Sumarstarf í Landlyst.

27.04.2016
 
Auglýst er eftir starfsmönnum frá 15. maí – 31. ágúst. Landlyst er opin alla daga á því tímabili, kl. 11-17. Verkefni: Móttaka gesta, leiðsögn um sýningar, eftirlit með Stafkirkjunni, þrif og annað sem til fellur.  Viðkomandi verða að hafa áhuga á sögu svæðisins, vera færir í mannlegum samskiptum og hafa góða færni í íslensku og ensku.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Stavey.
Vinsamlegast skilið umsóknum í Safnahús Vestmannaeyja. Umsóknarfrestur er til 30. apríl. Allar nánari upplýsingar veitir Kári Bjarnason í síma 488 2040 eða á netfanginu kari@vestmannaeyjar.is