Sigmundshátíð í Einarsstofu.

20.04.2016
 Föstudaginn 22. apríl nk. hefði Sigmund Jóhannsson orðið 85 ára. Af því tilefni efnir Safnahús Vestmannaeyja í samstarfi við fjölskyldu Sigmunds heitins til Sigmundshátíðar. Guðni Ágústsson og Kristín Jóhannsdóttir verða meðal frummælenda ásamt Hlyni syni Sigmunds og Jóni Óla Ólafssyni barnabarni hans.
Ísfélagið og Vinnslustöðin hafa staðið saman að því að kaupa myndir Sigmunds sem hann teiknaði á árunum 2004-2008. Verða þær afhentar Vestmannaeyjabæ á hátíðinni og mun Elliði Vignisson veita safninu viðtöku.
Þá verða um 150 rúllandi myndir úr skopmyndasafni Sigmunds, Ljósmyndasafni Sigurgeirs og úr fórum fjölskyldunnar sýndar á tjaldi.
Helga og Arnór sjá um tónlistina af sinni alkunnu snillid
 
Dagskráin hefst kl. 20 að kvöldi föstudagsins 22. apríl og stendur í um 90 mínútur.