Sumardaginn fyrsti 2016

19.04.2016
 Sumardagurinn fyrsti 2016
 
Einarsstofa kl. 11.00
Skólalúðrasveitin leikur vel valin lög.
Sigurvegarar Stóru upplestrarkeppninnar, þau Aðalheiður Svanhvít Magnúsdóttir, Hólmfríður Arna Steinsdóttir og Arnar Gauti Egilsson lesa úr Ertu Guð, afi? eftir Þorgrím Þráinsson.
Goslokalag 2016 frumflutt, en lag og texti er eftir Sigurmund G. Einarsson.
Tilkynnt um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2016.?
 
Kvika kl. 13.00-15.00
Opið hús hjá félagi eldri borgara á 3ju hæð í Kviku. Kjörið tilefni til að skoða aðstöðuna, prófa pútt, billiard ofl. 
 
Eldheimar kl. 17.00
Blítt og létt og Vestmannaeyjabær bjóða á sumartónleika í Eldheimum. Lög sem allir kunna og syngja með! 
 
Vestmannaeyjabær býður bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt á öll söfn bæjarins í tilefni sumardagsins fyrsta. Opið í Sagnheimum og Sæheimum frá 13.00-16.00 og í Eldheimum frá 13.00-17.00. Opið er í sundlauginni frá 09.00-17.00.  Vestmannaeyjabær óskar bæjarbúum gleðilegs sumars!