Önnur lota í ljósmyndasýningu Sigurgeirs í Viskusalnum
Margbreytilegt listalíf í hálfa öld
23.03.2016 Sigurgeir Jónasson ljósmyndari verður með sýningu á yfir 200 rúllandi ljósmyndum á stóru tjaldi í Viskusalnum á jarðhæð Strandvegs 50 mánudaginn 28. mars nk. - öðrum í páskum kl. 15.00. Kári Bjarnason og Arnar Sigurmundsson munu verða Sigurgeir til aðstoðar eins og síðast og gestir munu einnig leggja orð í belg. Að þessu sinni verður farið yfir liðlega 200 ljósmyndir á stóru sýningartjaldi og tengjast þær listalífinu í Eyjum í hálfa öld - fyrir og eftir gos- .
Einstaklingar í myndlist, tónlist, kvikmyndum og menningu koma þar við sögu. Í kaffiihléi mun þeir félagar Árni Johnsen og Sigurmundur Gísli Einarsson, -Simmi - taka nokkur Eyjalög. Að því loknu verður sýndur 12 mínúta bútur úr kvikmynd Páls Steingrímssonar og Ernst Kettlers, sem ekki var lokið við, en sögusviðið er Vestmannaeyjar fyrr á öldum á tíma áraskipanna.
Reiknað er með að myndasýningin taki 60 mínútur og kaffið, tónlistin og kvikmyndandabúturinn samtals um 30 mínútur og öllu verði lokið um kl. 16.30. Á fyrstu myndasýningunni á þessu ári voru gestir liðlega 80 talsins - fullur salur- en nú hefur verið bætt við nýjum stólum til að það fari sem best um gesti.