Læsi - mikilvægasta málið.

Málþing um læsi í Einarsstofu laugardaginn 27. febrúar kl 13-14

24.02.2016
 Í tilefni af alþjóðadegi Rótarý mun Rótarý í Vestmannaeyjum standa fyrir málþingi um þjóðarsáttmála um læsi. Bjartey Sigurðardóttir læsisráðgjafi í menntamálaráðneytinu mun kynna sáttmálann og Helga Sigrún Þórsdóttir sérkennari í Grunnskóla Vestmannaeyja mun fjalla um áheyrslur Grunnskólans hvað varðar læsisátak meðal grunnskólabarna. Þá mun Drífa Þöll Arnardóttir bókavörður Bókasafns Vestmannaeyja og grunnskólakennari segja frá samstarfsverkefni Bókasafnsins, Grunnskólans, Framhaldsskólans og Rauða krossins í Vestmannaeyjum um lestraraðstoð fyrir börn af erlendu bergi brotnu sem stunda nám í 1-6 bekk Grunnskóla Vestmannaeyja. Að lokum mun fulltrúi Rótarý í Vestmannaeyjum gera grein fyrir stuðningi félagsins við eflingu læsis meðal barna í Vestmannaeyjum.